Deildarstjóri þjónustu í gagnaveri Advania


Við leitum að skipulögðum og handlögnum einstaklingi til að leiða þjónustudeild í gagnaverum okkar.
 

Starfssvið

Deildarstjóri ber ábyrgð hópi tæknimanna sem þjónusta viðskiptavini Advania Data Centers. Í starfinu felst að leiða hópinn í að skila af sér gæðavinnu og veita viðskiptavinum ADC framúrskarandi þjónustu. 

Í þessu felst að Deildarstjóri er foringi í sínum hópi en getur einnig gengið í þau verk sem þarf að leysa hverju sinni. Hann ber ábyrgð á frammistöðu hópsins og sér um samskipti við kaupendur þjónustunnar. Að auki þá ber deildarstjóri ábyrgð á rekstri hópsins og afkomu sinnar einingar.

Hópur sem tilheyrir deildarstjóranum sér um uppsetningu rekstur og viðhald  á vélbúnaði viðskiptavina gagnaversins ásamt öðrum tengdum verkefnum. Megin starfsstöðin verður í gagnaveri okkar í Reykjanesbæ.

 

Hæfniskröfur

 • Reynsla ef starfi deildarstjóra, hópstjóra eða verkefnastjóra er kostur
 • Reynsla af viðgerðum, lager- eða verksmiðjustarfi
 • Menntun á sviði rafeinda- eða rafvirkjunar er kostur
 • Samsviskusemi, stundvísi og dugnaður
 • Rík þjónustulund og gott viðmót
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Góð enskukunnátta
 • Hreint sakavottorð
   

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur!
 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 25. október
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Gröndal, rekstrarstjóri Advania Data Centers, benedikt.grondal@advania.is / 440 9000.

Umsóknarfrestur til og með 25. október 2017