Tæknistjóri lykilviðskiptavina


Vegna aukinna verkefna viljum við bæta við okkur Tæknistjóra lykilviðskiptavina hjá Advania. Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi með mikla reynslu af upplýsingatækni. Einstaklingi sem tekur frumkvæði og sinnir tækniráðgjöf til lykilviðskiptavina. Starfið er á sviði Rekstrarlausna en þar starfa tæplega 160 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

 

Starfssvið

Tæknistjóri er tæknilegur ráðgjafi og tengiliður lykilviðskiptavina. Hann sinnir verkefna- og þjónustustjórnun og tryggir framþróun á tækniumhverfi hjá okkar stærstu viðskiptavinum. Kynnir nýjungar og lausnir fyrir viðskiptavinum sem bæta munu tæknilegt umhverfi þeirra og tryggja framþróun og framúrskarandi lausnir.

Helstu verkefni eru regluleg samskipti og fundir með viðskiptavinum, ráðgjöf og stýring umbótaverkefna, bókanir og stýring rekstrarfunda, umsjón með mánaðarlegum rekstrarskýrslum, umsýsla samninga og yfirferð tímaskráninga. Einnig kemur Tæknistjóri að verkefnastýringu í innleiðingum og breytingum í tækniumhverfi viðskiptavinar og samþættingu verkefna milli hópa innan Advania. 

Helstu verkefni

 • Tæknileg ráðgjöf um tæknilegar lausnir í umhverfi lykilviðskiptavina
 • Stýring og frumkvæði að umbótaverkefnum hjá viðskiptavinum
 • Reglulegir samráðsfundir og heimsóknir til viðskiptavina
 • Verkefnastýring/samþætting minni verkefna þvert á deildir Advania
 • Er skilgreindur ábyrgðaraðila tilgreinda fyrirtækja

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Menntun í tölvunarfræði kostur, verkfræði, viðskiptafræði eða iðntæknifræði eða sambærileg sem nýtist í starfi
 • Reynsla úr tæknilegu umhverfi fyrirtækja/stofnana
 • Reynsla af kerfisrekstri, netumsjón, hýsingu og rekstri er kostur
 • Reynsla af uppsetningu og innleiðingu á ferlum tengt IT-rekstri er kostur
 • Góð þekking á upplýsingatækni
 • Frumkvæði, skapandi og skipulögð vinnubrögð
 • Framkvæmda og söludrifinn
 • Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og í rituðu máli
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!
 

Nánari upplýsingar 

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ásgeirsson, deildarstjóri, kristinn.asgeirsson@advania.is, s.440 9000. 

Umsóknarfrestur til: 15.10.2017