Þekkingarstjóri (Knowledge manager)


Óskum eftir að ráða Þekkingarstjóra (Knowledge manager) inná svið Rekstrarlausna. Um er að ræða nýtt starf sem gefur mikla möguleika til þróunar og áhrifa á það hvernig starfið mótast.   Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi með mikla reynslu af fræðslumálum í upplýsingatæknigeiranum.

Starfið er á sviði Rekstrarlausna en þar starfa tæplega 160 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt hýsingu og reksturs tölvukerfa fyrirtækja.  Sem dæmi í netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.

Umsjón með allri fræðsluþjálfun, mati á fræðsluþörf og umsjón með námskeiðum innan Rekstrarlausna.  Greining á fræðsluþörf innan sviðsins bæði fyrir nýja og reynslumeiri starfsmenn. Umsjón með skjölun og sæmræmingu ferla innan sviðsins.

 

Helstu verkefni

 • Mótun fræðslustefnu, kynningarefnis og framkvæmdar gagnvart starfsmönnum
 • Stýring og frumkvæði að mótun fræðslumála fyrir starfsmenn sviðsins
 • Er ábyrgðaraðili fræðslumála innan sviðsins
 • Umsjón með nýliðaþjálfun
 • Greining á fræðsluþörfum
 • Gerð fræðsluáætlana, skipulagningu og framkvæmd námskeiða
 • Umsjón með þekkingargrunni starfsmanna
 • Þjálfa starfsmenn í öllum helstu kerfum sviðsins
 • Skjölun og skilgreiningar á ferlum tengt þjónustu

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Menntun í tölvunarfræði (kostur), verkfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla úr tæknilegu umhverfi fyrirtækja/stofnana
 • Reynsla af kennslu, miðlun upplýsinga, fræðslumálum
 • Góð þekking á upplýsingatækni
 • Þekking á ITIL hugmyndafræðinni kostur
 • Frumkvæði, skapandi og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og í rituðu máli
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins.
 

Nánari upplýsingar 

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ásgeirsson, deildarstjóri, kristinn.asgeirsson@advania.is, s.440 9000. 

Umsóknarfrestur til: 15.10.2017