Forritari í .NET


Óskum eftir að bæta við okkur duglegum og snjöllum .NET forriturum.

STARFSSVIÐ:  Almenn hugbúnaðarþróun í Visual Studio .NET, sérstaklega bakendaforritun.

HÆFNISKRÖFUR: 

 • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða tengdum greinum 
 • Þekking og reynsla af hugbúnaðargerð, sérstaklega bakendaforritun og vefþjónusturtækni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
 • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni.

 

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!
 

FERLI RÁÐNINGA

 1. Tekið á móti umsóknum út umsóknarfrest
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Nánari upplýsingar veita:

 

 

Umsóknarfrestur til og með 23. október 2017