Kerfisstjóri í grunnþjónustu


Advania óskar eft­ir að ráða metnaðarfullan starfsmann sem hefur brennandi áhuga á upplýsingatækni í starf kerfisstjóra grunnkerfa (infrastructure). Ef þú vilt starfa á líflegum vinnustað við hlið fagfólks í fremstu röð, þá ættirðu að lesa áfram.

STARFSSVIÐ

Kerfisstjóri í Grunnþjónustu Advania starfar í öflugu teymi tæknimanna þar sem lykil ábyrgðarsvið er umsjón og rekstur hýsingarumhverfis Advania. Áhersla er lögð á að viðkomandi hafi góða þekkingu á VMware lausnum. Viðkomandi þarf að geta unnið með skriftur og kóða og hafa þekkingu á t.d powershell og python. Kostur ef viðkomandi hefur lokið námi eða námskeiðum á þessu sviði og enn fremur ef viðkomandi hefur vottaða þekkingu. Mikilvægt er að viðkomandi hafi tök á að vinna sveigjanlegan vinnutíma.
 

HELSTU VERKEFNI

 • Rekstur,umsýsla og þjónusta sýndarvélaumhverfis
 • Rekstur,umsýsla og þjónusta afritunar- og diskakerfis
 • Rekstur,umsýsla og þjónusta við cloud kerfi Advania
 • Rekstur,umsýsla og þjónusta á vélbúnaði í gagnaveri Advania
 • Linux/Unix og Windows kerfisstjórnun
 • Ýmis úrbótaverkefni í tengslum við sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu

HÆFNISKRÖFUR

 • Reynsla af rekstri stórra UT umhverfa
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Góð enskukunnátta
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Framúrskarandi þjónustulund og geta til að vinna undir álagi
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

FERLI RÁÐNINGA

 1. Tekið á móti umsóknum til 25.október
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Nánari upplýsingar veitir Steindór steindor.arnar.jonsson@advania.is, 440 9000.

Umsóknarfrestur til og með 25. október 2017