Sölusérfræðingur á sviði viðskiptalausna


Advania leitar að sölusérfræðingi til að sinna sölu á vörum og lausnum á Viðskiptalausnasviði Advania. Fjölbreytt vöruframboð er á sviðinu sem nær m.a. yfir fjárhagskerfi frá Microsoft, viðskiptagreiningartól, hópvinnulausnir, veflausnir og mannauðslausnir.

Leitað er að einstaklingi með þekkingu og reynslu af lausnamiðaðri ráðgjöf í upplýsingatækni

Starfssvið
Starfið felst í söluráðgjöf, kynningum, samningagerð og samskiptum við viðskiptavini. Þekking á algengustu hugbúnaðarlausnum lykilbirgja Advania er kostur, ásamt því að viðkomandi hafi brennandi áhuga á upplýsingatækni.

 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af sölu og/eða þjónustu á hugbúnaðarlausnum er mikill kostur
  • Þekking og reynsla af sölu og/eða þjónustu á bókhaldskerfum er mikill kostur
  • Hæfni í framkomu og kynningum
  • Gott vald á töluðu og rituðu máli
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
     

Aðrar upplýsingar
Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni. Lausnir fyrirtækisins svara þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Auðunn Stefánsson, audunn.stefansson@advania.is, 4409000
 

Umsóknarfrestur til og með 23. október 2017