Starf á lager Advania


Advania óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling til starfa á lager fyrirtækisins. Ef þú hefur reynslu og áhuga á lagerstörfum þá erum við að leita að þér.


Hjá Advania leggjum við áherslu á að ráða til okkar metnaðarfullt, framtakssamt og skemmtilegt starfsfólk. Við bjóðum vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú telur að við eigum samleið.

Starfssvið

Starfið felst í almennum lagerstörfum, samskiptum við viðskiptavini og tilfallandi aðstoð í móttöku lagers og verkstæðis. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 

Hæfnikröfur

 • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
 • Fagleg framkoma og góðir söluhæfileikar
 • Áhugi á tækni og góð almenn tölvukunnátta
 • Þekking og/eða reynsla af Navision er kostur
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
   

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!
 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum 
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Oddgeir Sigurðsson, oddgeir.sigurdsson@advania.is, 440 9000.