Verkefnastjóri


Advania leitar af öflugum og útsjónarsömum verkefnastjóra inná sviði Rekstrarlausna – Hýsing og Rekstur. Verkefnastjóra með tæknilega reynslu og þekkingu úr upplýsingatæknigeiranum. Við stöndum frammi fyrir auknum verkefnum þar sem þörf er á kraftmiklum, úrræðagóðum og metnaðarfullum verkefnastjóra.  Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum. Frábær starfsmannaaðstaða og aðbúnaður með framúrskarandi mötuneyti.

Innan Rekstrarlausna starfa tæplega 160 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum.
 

Starfssvið

Við leitum að skipulögðum, drífandi og tæknilega þenkjandi verkefnastjóra.  Góð reynsla af rekstri tækniumhverfis hjá fyrirtækjum/stofnunum er skilyrði. Verkefnastjóri munu gera verkáætlanir, deila út verkefnum og fylgja þeim eftir milli ólíkra deilda. Verkefnastjórinn þarf að vera úrræðagóður og sterkur á samskiptasviðinu. Verkefnin eru fjölbreytt þar sem við sinnum ráðgjöf, innleiðingu og þróun ýmissa lausna. Verkefnin snúa að okkar stærstu viðskiptavinum í Rekstrarlausnum.
 

Helstu verkefni

 • Verkefnastýring flókinna innleiðingarverkefna tengt rekstri og hýsingu
 • Utanumhald og greiningar á tæknilegum úrbótum/innleiðingum fyrirtækja í rekstraumhverfi Advania
 • Eftirfylgni með úrbótaverkefnum, skýrslugjöf og samantektir um stöðu verkefna
 • Skipulagning, framkvæmd, eftirfylgni verkefna
 • Verkefnastjórnun þvert á deildir/svið Advania
   

 Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun í tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða iðntæknifræði eða sambærileg menntun
 • Reynsla úr tæknilegu umhverfi fyrirtækja/stofnana skilyrði
 • Reynsla af verkefnastjórnun skilyrði
 • Reynsla af kerfissrekstri, netumsjón, hýsingu og rekstri er kostur
 • Reynsla af uppsetningu og innleiðingu á ferlum tengt IT-rekstri er kostur
 • IPMA vottun kostur
 • Góð greiningarhæfni
 • Góð þekking á upplýsingatækni
 • Frumkvæði, skapandi og skipulögð vinnubrögð
 • Góðir samskiptahæfileikar
   

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins.
 

Nánari upplýsingar 

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ásgeirsson, deildarstjóri, netfangið: kristinn.asgeirsson@advania.is, s.440 9000. 
 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.